laugardagur, mars 18, 2006

Evróvisjón a la Sverige

VÁ hvað Svíarnir eru ekki að grínast með Eurovision eða Melodifestevalen eins og hún nefnist upp á sænsku. 4 undankeppnir í fjórum borgum og nú sit ég hérna og horfi með öðru á úrslitakeppnina sem fer fram í Globen. Helv.. er nú Lena Philipson flott - 40tug kellingin - (fyrir þá sem ekki muna þá var það hún sem rúnkaði sér á míkrafónstatífinu fyrir hönd Svía í EV 2004 þegar Ruslana vann). Það var sko S K A N D A L L í fyrra þegar Martin Stenmark nokkur komst ekki upp fyrir mörkin fyrir útsláttarkeppnina í fyrra og því þurfa Svíar nú að fara í 'umspil'. Fyrirsagnir blaðanna daginn eftir EV í fyrra ku hafa verið "Förlåt Sverige" (Fyrirgefðu Svíþjóð)
Akkúrat þegar þessi orð eru skrifuð er verið að tilkynna um úrslit símakosningarinnar en keppnin stendur hörð á milli þriggja afar svona -la la- laga þar sem fremst meðal "jafningja" fer Eurovison drottning þeirra Svía (og æskuædolið mitt) hún Carola Häggkvist.
And the winner is......... C A R O L A !! (F****** shocking!)
AAAHHHHHH 'A fish called Wanda' á TV3 - that's more like it.
******
Hamingjuóskir til frænda minna tveggja þeirra Hjartar Snæs (2) og Halldórs (43) sem báðir eiga afmæli í dag!
Free counter and web stats