þriðjudagur, maí 16, 2006

Andlaus


Æi voðalega er ég eitthvað búin að vera löt að blogga síðustu daga. Hálf andlaus svona í þessu annríki sem er búið að vera. Skólinn er soldið kreisí svona. Hitti leiðbeinandann í gær og hún hakkaði rannsóknarspurninguna sína í mig þó á mjög penan hátt. Benti mér á að hún væri 'soldið' viðamikil og gæti reynst erfitt að svara henni. Ha ha ha það er vægt til orða tekið svona í ljósi vangetu fremstu fræðimanna til að spá fyrir um fall Berlínarmúrsins. En hún var amk næs. Þetta lýsir samt í hnotskurn vandamálinu sem mér finnst ég vera að eiga við varðandi ritgerðina mína in general. Þetta stjórnmálafræði'lingo' er svo nýtt fyrir mér og öll þessi hugtök og frasar flækjast fyrir mér og mér finnst ég ekki almennilega átta mig á hvað er raunhæft og hvað ekki í sambandi við rannsóknarspurninguna mína.
ENNN ég hef víst nokkra mánuði í viðbót til að velta þessu fyrir mér.
Í dag er fyrsti rigningardagurinn í Lundi í háa herrans tíð, ákvað þess vegna að setja inn eina sumarmynd sem sýnir hvernig trén standa í blóma hérna núna.
Æææi ég elska vorið.
Free counter and web stats