Föstudagsfjör
Sólin skein hérna í Lundi í dag í tilefni þess að ég er komin í 'alvöru' frí. Hitti leiðbeinandann minn í morgun sem var nokkuð ánægð með rannsóknarspurninguna mína, eiginlega bara mjög ánægð. Meira en ég sjálf reyndar en hvað um það, hún dugar í bili amk.
Óð annars um í þeirri sjálfsblekkingu fram undir hádegi að ég myndi fara í ræktina. Tók mig svo taki og fór frekar á Espresso House í hádegismat, með öööörstuttri viðkomu í H&M þar sem ég festi kaup á því bleikasta bikiníi sem sögur fara af. Átti því næst í mikilli innri baráttu um hvaða stig af sólarvörn skyldi kaupa. Vandamálið var að Nivea SPF 6 var aðeins ódýrara en SPF 4 með 'dashi' af grillolíu í. Þessar 20 kr. enduðu á að kosta mig ca. 8 mín í hugarangri þar til ég ákvað að venda kvæði mínu algjörlega í kross og kaupa Lancaster grillolíu með SPF 8 (sem var dýrust af öllum). Mér til mikillar gleði kostaði hún minna við kassann en stóð á umbúðunum. Maður er bókstaflega alltaf að $græða$. Hvar endar þessi taumlausa gleði?
Lá og steikti sjálfa mig hérna úti í garði í ca. 2 tíma. Vaknaði við hroturnar í sjálfri mér (vissi ekki að það væri hægt) og þurrkaði svo lítið bæri á slefið sem hafði lekið niðrá hægri kinnina. Maður er smokin' H*O*T skillurru! Jæja stelpan er þó amk orðin agalega brún og sælleg. Farin að sjást upp við hvítan vegg og allt.
<< Home