mánudagur, maí 29, 2006

Masterskúrsar - búnir!














Hópfélagar mínir í Int´l Relations valinu.
F.v. Nick, Qing Mei, Catarina (kennarinn), Hasini, Siri, Kamila, Niall, Kirk, Kashif, ég, Wang Qi, Ling Chen og Li Lian.

Ótrúlegt hvað tíminn líður. Ég er actually búin með alla kúrsana í mastersnáminu mínu og ég bara var að byrja að mér finnst. Eftir er að vísu smá heimapróf en í þetta sinn verður það 'ísí písí' og örugglega bara soldið gaman. Þessi kúrs er enda búin að vera mjög skemmtilegur, erfiður og kostað mikla vinnu, en samt skemmtilegur.
Kvefið er að sigla sinn sjó og ég er að huxa um að skreppa og hitta bekkjarfélagana í smá grill & bjór.
Adios í bili
Free counter and web stats