sunnudagur, maí 28, 2006

Sunnudagsblús

Vá hvað það er pirrandi að vera kvefaður, VÁ! En jæja hvað um það, kosningar afstaðnar og meirihlutar héldu og féllu á víxl. Lýðræðið að verki. Vinstri grænir að stórbæta við sig, ekki hissa á að Steingrímur J. vilji þingkosningar sem fyrst, maður myndi sennilega vilja það sama í hans sporum. Alltaf leiðinlegt þegar svona óþarfa hlutir eins og lög eru að koma í veg fyrir duttlunga einstakra stjórnmálamanna. (Nei nei ég held ekki að hann hafi verið að meina á morgun eða neitt svoleiðis).
Annars er týpískur sunnudagur í dag, rigning og leiðindi. Ég hef verið með eindæmum léleg móðir í dag og barnið hefur gengið sjálfala meðan ég hef ekki getað annað en sofið úr mér hitapestina og viðbjóðinn sem ég hef náð mér í. Ég sem varð einu sinni aldrei veik og er núna með flensu 2 á 3 mánuðum. Ekki að fíla þetta rass í bala sko!
Dauði og djöf...
Farin með barnið á skoska hálandaborgarann (aka MacDonald's) í kvöldmat. Gúddbæ!
Free counter and web stats