Nóg komið af svo góðu?
ÚFF æ ég held ég sé komin með nóg af sólinni. Það er ekki misskilja mig, finnst hún æðisleg og kýs hana sannarlega fram yfir rigningu en ég get bara legið í sólbaði í svo langan tíma. Ég verð svo eirðarlaus. Ætli það sé ekki hallæris njálgur bara?
Við mæðginin vorum nú samt komin út fyrir kl. 10 í morgun. Jors trúlí í sólbað og hann að leika sér. Þegar hitinn fór að vera óbærilegur (ég fann blóðið sjóða í æðum mér) drifum við okkur út á Bygglek og sulluðum í vaðlauginni þar. Slæðukonurnar af Magganum voru búnar að hertaka svæðið (ekki að þær eigi ekki sinn tilverurétt eins og allir aðrir) og horfðu með hneykslun á heiðingjahóruna (aka mig) sem striplaðist um á bikiníi fyrir framan mennina þeirra (sem ekki hafa masterað listina að gjóa augunum svo lítið beri á). Þarna sátu þær í skugganum í sínum svörtu kuflum svo rétt sást í andlitið og virtust helst vera að velta því fyrir sér hvenær almáttugur Allah myndi láta mig 'burst into flames' fyrir óskammfeilnina. En viti menn, ég lifði af sem ber að sjálfsögðu ótrúlegri þrautsegju minni vitni. Ég ákvað að verðlauna þennan nauma flótta frá bráðum bana með Daim-toppi á Fäladstorginu. Hann var mjög góður.
P.S. Í vaðlauginni hittum við systkinin Bleron, sem er með Agli á deild í leikskólanum, og systkini hans Blerton og Blerinu. Ég reyndi að hugsa hvort ég þekkti einhverja íslenska foreldra sem eiga börnin Jón, Jónas og Jónu en mér datt enginn í hug.
<< Home