sunnudagur, nóvember 05, 2006

SUPERCALEFRAGILISTICEXPIALADOSCIOUS NAMMIDAGUR

Það var sko feitur NAMMIdagur í gær. Katrín og Leó ákváðu að flýja partýið sem Reynir var með á 3-unni og komu þess í stað í rólegheitin á 5-unni. Ekki bara átum við Katrín fyllta svínalund með kolvetnabombukartöflum og benna (aka bernaissósu) í kvöldmat heldur bættum við um betur og fórum langt með að éta XXX gr. af "blandi í poka" yfir mjög svo furðulegri já og eiginlega bara hundleiðinlegri bíómynd með Jennifer Aniston (ásamt fleirum frekar góðum leikkonum) sem nefnist "Friends with money" (eða ég er að þýða yfir á ensku af sænsku svo ég er hreint ekki viss hvað hún heitir). Anyway hún er ekki skemmtileg og við mælum ekki með henni. Kenningin mín er reyndar sú að maður á alltaf að fara aðeins yfir strikið á nammideginum, þá fær maður svo mikið ógeð að mann hreint út sagt langar ekki í nammi fram að næsta nammidegi. :)
Nú já annars er bara allt gott að frétta sko, ritgerðin geeeeeeeeeeeeeeeengur. Frekar hægt að vísu en ég er búin með hana í hausnum. Þarf bara að dru***** til að pikka hana inn á form sem er aðgengilegt öðrum en bara mér he he :)
Free counter and web stats