Snowing in Shangri La
Brrrr ógeðslega var kalt þegar ég steig út úr húsi í morgun. Gott ef þetta voru ekki snjóflygsur sem voru að stríða mér. Bjakk ég er bara ekkert fyrir þetta verð ég að segja. Jú jú það má vera snjór uppi í fjöllum einhvers staðar þar sem hægt er að fara á skíði og liggja svo á bjarnarfeldi fyrir framan arineld og drekka heitt kakó meðan hríðin stormar úti (uuuuhhh seen to many movies greinilega). En ég hef svo litla þörf fyrir snjó í bæjum og borgum. Nú eins og alþekkt er eru litlir drengir klæddir mjög vel þegar mæðrum þeirra er kalt svo aumingja barnið var sent í sjö lögum af fötum á leikskólann. Hann var eins og Michellin maðurinn og hafði enga stjórn á hreyfingum sínum sem varð til þess að hann datt af hlaupahjólinu en sem betur fer marðist hann lítið út af öllum fötunum sem mamman hafði troðið honum í.
Burtséð frá veðravítinu þá eru gleðifréttirnar þær að í dag er 1. nóvember sem þýðir að ég er búin að skila af mér skýrsluviðbjóðnum + ég fékk marga marga peninga lagða inn á íslenska reikninginn minn frá íslenska skattmanninum. Ég er að vísu búin að eyða stórum hluta þess fjár en það er alltaf gaman að sjá reikningsstöðuna skrifaða í svörtu en ekki rauðu svo ég er glöð.
<< Home