Lata stelpan
Einu sinni var lítil löt stelpa sem hét Sigrún. Hún var í mastersnámi í Svíþjóð. Rigningardag einn átti hún að vera að klára að skrifa hundleiðinlega skýrslu um vinnuna við mastersritgerðina sína en hún nennti því alls ekki. Það skrítna var að skýrslan var svo að segja tilbúin, það vantaði bara herslumuninn. Sigrúnu fannst hins vegar miklu skemmtilegra að hanga á netinu og skoða bloggsíður hjá ókunnugum og fara svo í eróbikk en að klára skýrsluna. Svona var hún skrítin og löt stelpa hún Sigrún.
"þí ennd"
<< Home