fimmtudagur, desember 28, 2006

Lítill 'pippalingur'

Hún Katrín vinkona mín eignaðist lítinn "skrák" aðfararnótt miðvikudagsins. Hann var við fæðingu 15 merkur og 53 centimetrar. Þetta gekk allt vel og móður og barni heilsast vel. Snáðinn átti nú ekki að koma í heiminn fyrr en á gamlársdag en hefur viljað gulltryggja að komast í heiminn á árinu 2006. Við hlökkum agalega til að kíkja á Skagann og sjá prinsinn og já alla fjölskylduna. Enn meira hlökkum við til að fá þau í hverfið á nýju ári.
Innilegar hamingjuóskir Katrín mín og Reynir. Spes kveðjur til Leós Ernis stóra bróður.
Free counter and web stats