Mission Thesis: completed!
Ég get svo svarið það að ég held barasta að ég sé búin með þessa ritgerð. Ég lýg þessu ekki, og það degi "of snemma" eða kannski er betra að segja degi fyrr en ég þurfti. Ég er eiginlega ekki alveg að ná þessu ef satt skal segja. Mér finnst þetta soldið svona súrealískt. Ég ætla nú samt að reyna að láta vera að falla í þessa klassísku gryfju að fara að eyða núna heilu kvöldi í að breyta breytinganna vegna. Reyna að standast það ... ha!
Ég gleymdi annars að segja frá því að ég ákvað að styrkja fataverslun í Smáralindinni um smá upphæð á sunnudaginn. Þess vegna á ég nýjan fallegan kjól sem ég ætla að skarta í atvinnuviðtali í vikunni. Vonandi að hann verði upp frá því svona 'lucky dress'.
Æi þetta var andlaus færsla, ég svaf í klukkutíma svo mér verður að fyrirgefast.
okei ble...
Það var þennan dag fyrir hvorki meira né minna en 35 árum sem foreldrar mínir gengu í heilagt hjónaband. Pabbi minn þurfti forsetabréf til að fá leyfi til að kvænast mömmu af því hann var ekki orðinn tvítugur. Þetta kallar maður einbeittan ásetning :) Innilegar hamingjuóskir með daginn mamma & pabbi, þið eruð og verðið mínar helstu fyrirmyndir í lífinu!
<< Home