Svona er mar bara
Síðan ég man eftir mér þá hef ég verið þeim ókosti gædd að sérlega opið virðist vera á milli háls og nefs í mér. Þetta er e.t.v. ekki anatómískt rétt lýsing á fyrirbærinu en þetta hefur það að verkum að ef það hrekkur ofan í mig t.d. matur þá á hann jafnan mjög greiða leið upp í nef á mér og á það til að koma út um það. Til dæmis í gær snýtti ég smá fisk- og kartöflustykki út úr hægri nösinni. Fjölskyldunni fannst þetta frekar ógeðslegt en hvað get ég gert að því.
Einu sinni hrökk líka ofan í mig súkkulaðivindill (æi þið vitið þarna frá gamla Ópal). Hann snýttist ekki út heldur leystist fremur upp smám saman þannig að úr varð karamelluslím
Too much information? Kannski.... :D
<< Home