Can it be?
Ótrúlegt en satt að það sé komið 2008 - 8! Er þetta ekki bara fáránlegt? Það finnst mér amk. Ég verð sko 32 á þessu ári. Úff hvað það er eitthvað mikið fullorðins. Annars eru yndisleg jól og áramót að baki. Fullt af afslöppun, hvíld, áti og skemmtilegheitum. Núna er maður svo latur að maður nennir varla í vinnuna. Ligg upp í rúmi á morgnana og reyni að finna út leiðir til að komast hjá því. Náttúruhamfarir? Opið beinbrot? Tímabundinn geðveiki?
Dettur aldrei neitt nógu sannfærandi í hug og neyðist því til að mæta.
Annars er janúar þokkalega þétt bókaður. Dinnerar á dinnera ofan + brúðkaup (nei nei ekki okkar) og ein Londonferð. Febrúar tekur svo við með amk einni leikhúsferð og svo auðvitað skíðaferðinni miklu. Í mars á ég svo bókaðan bústað fyrir norðan.
Það er greinilega ekkert kreppuhljóð í okkur :)
<< Home