þriðjudagur, ágúst 26, 2008

Ljósin í bænum


Við skelltum okkur - LOKSINS - að kaupa ljós í húsið í gær. ÚFF hvað það er eitthvað fljótt að telja í tugum þúsunda. Fórum í Lúmex og keyptum tvö ljós á stigaganginn sem eiga eftir að koma rosalega flott út. Kastarana á sjónvarpsholið fengum við svo í Pfaff (fyndið orð) og þá verður loksins hægt að taka niður "fljúgandi furðuhlutina" sem voru hérna við innflutninginn. Þá fær líka lofthæðin hérna á efri hæðinni að njóta sín betur. Ég held þetta eigi bara eftir að koma mjög flott út hjá okkur.



Æi það er nú smágaman að vera að dúllast í þessu húsi. Þarf bara að muna að góðir hlutir gerast hægt!!
Free counter and web stats