þriðjudagur, september 16, 2008

Að bjarga sér

Olíuverð á heimsmarkaði er að detta undir 92 dollara markið. Samt hefur bensínverð á Íslandi ekki lækkað síðan 20. ágúst. Svolítið sérstakt. Eða nei reyndar er það alls ekki sérstakt, það er týpískt. Og ég bara heyri engan segja múkk. Þar sem ég vinn nú í banka (ofsa gaman þessa dagana) þá veit ég vel að gengi USD hefur hækkað mikið undanfarið. En hefur hann hækkað meira en sem nemur lækkuninni á olíunni. Ég er ekki viss um það, nenni náttúrulega ekki að reikna það út en það væri fróðlegt ef einhverjir gerðu það.
Annars var ég að spá í hvort við ættum ekki að sleppa þessu ESB rifrildi og ganga bara í Noreg. Seriously dustum bara rykið af Gamla Sáttmála og göngum Noregskonungi aftur á hönd. Þeir eiga þúsund trilljón skrilljónir og auk þess fullt af olíu, tala næstum sama skrítna tungumálið og kunna fullt í því sama og við þ.e. fiskveiðum og nýtingu jarmvarma og fallvatns við raforkuframleiðslu.
Okey þeir eru kannski svolítið hallærislegir og ferkantaðir en allt er hey í harðindum eins og sagt er.
Free counter and web stats