Hýsillinn
Fór í mæðraskoðun í gær og er þessi líka fíni hýsill fyrir vaxandi barn. Lágan og flottan blóðþrýsting, ekki vott af eggjahvítu í þvaginu, fullkomlega stækkandi leg og sterkur og flottur hjartsláttur í krílinu. All in all mjög gott mál.
Nú styttist í að við fáum að vita kynið. Viðurkenni að ég gúgglaði "hjartslátt hjá fóstri" í gær til að reyna að fá vísbendingu um hvort þetta sé líklegra að vera strákur eða stelpa. Hjartslátturinn var 155 - 160 í gær og var síðast (á 13 viku) um 160-180. Það þykir "stelpulegt" en þegar ég skoðaði fæðingarskýrsluna mína frá því að ég átti Egil þá var hann nú ósköp svipaður, kannski heldur lægri en samt dæmi um að hann hafi farið svona hátt (upp í 160). Þannig að það er nú ekkert á vísan að róa með þetta. Enda held ég nú að þetta sé frekar svona "old wives tale" en nokkuð annað.
"eníhú" úr þessu fæst líklegast skorið á mánudagsmorguninn kl. ca. 08:55 :)
Nú styttist í að við fáum að vita kynið. Viðurkenni að ég gúgglaði "hjartslátt hjá fóstri" í gær til að reyna að fá vísbendingu um hvort þetta sé líklegra að vera strákur eða stelpa. Hjartslátturinn var 155 - 160 í gær og var síðast (á 13 viku) um 160-180. Það þykir "stelpulegt" en þegar ég skoðaði fæðingarskýrsluna mína frá því að ég átti Egil þá var hann nú ósköp svipaður, kannski heldur lægri en samt dæmi um að hann hafi farið svona hátt (upp í 160). Þannig að það er nú ekkert á vísan að róa með þetta. Enda held ég nú að þetta sé frekar svona "old wives tale" en nokkuð annað.
"eníhú" úr þessu fæst líklegast skorið á mánudagsmorguninn kl. ca. 08:55 :)
<< Home