Að sjá hlutina í réttu samhengi
Út úr þessum bíl stigu svo að segja ósködduð vinur okkar Chrissi Lund og börnin hans þrjú sl. laugardagskvöld. Það er ekkert minna en kraftaverk að þau skuli vera á lífi, hvað þá svo að segja ósködduð. Þetta minnir mann bara á hvað það er sem skiptir máli í lífinu (og það er ekki vinnan, gengisvísitalan, hlutabréfamarkaðir eða gjaldþrot fjárfestingabanka).
Allir að muna að spenna beltin, leyfa börnunum ekki að vera lausum í bílnum (jafnvel þó ferðin sé stutt) og hafa hugann við aksturinn!!
<< Home