miðvikudagur, október 15, 2008

Hlý sending

Mín beið óvænt sending þegar ég kom heim í dag sem mér þótti mjög vænt um. Í pakkanum var lítil bók sem ber heitið "Kjarkur og von" og inniheldur ýmsa speki á því sviði. Langaði að deila einni þeirra með ykkur:

Strangt til tekið eru aðeins tvær leiðir í lífinu
leið fórnarlambsins eða hins hugdjarfa bardagamanns.
Viltu eiga frumkvæðið eða bregðast við?
Ef þú leikur ekki þinn leik við lífið
leikur það sér að þér.
Það er svo sannarlega mikið til í þessu. Það er alltaf undir okkur sjálfum komið hvernig við bregðumst við þeim áföllum sem lífið hendir á okkur. Eins og hefur lengi staðið neðst á þessu bloggi mínu:
"The greatest discovery of any generation is that a person can alter his life by altering his attitude"
Ætlar maður að leika fórnarlambið eða gera það besta úr aðstæðunum og læra af mistökunum. Ég ætla að gera það síðarnefnda og vona að sem flestir sjái hag sínum og Íslands betur borgið í því.
Elsku Matti minn, Helga & Hilmar. Takk kærlega fyrir sendinguna. Hún var bæði óvænt og kærkomin. Hjartans þökk fyrir að hugsa til mín, mér þótti mjög vænt um það.
Free counter and web stats