þriðjudagur, janúar 10, 2006

Allt búið jóla jóla

og alvara lífsins tekin við. Er sumsé komin aftur til Svíaríkis og sendi ástar- og saknaðar til allra sem ólu mig og hýstu á meðan Íslandsdvölinni stóð. Spes þakkir til Inga sæta sem lánaði mér bíl (nokkuð sem er ÓMÖGULEGT að komast af án í henni Rvk.)
Annars var ferðalagið til Lundar jafn dásamlegt og ferðalagið frá Lundi var ÖMURLEGT. Lifi IcelandExpress sem ekki einungis lagði af stað á mínútunni 07:30 heldur kom okkur til Köben á undir 2:40 (lesist tveimur klukkustundum og fjörtíu mínútum). Töskurnar okkar komu svo bara strax og við komum í 'baggage claim' og lestin renndi inn á brautarpallinn um leið og við komum niður á brautarpall. Gæti ekki hafa verið betra. (fyrir utan kannski að þurfa að dröslast ein um með það sem mér telst til að hafi verið um 75 kg af farangri þegar allt var talið + eitt 22 kg barn). Við vorum sumsé komin heim á Kämnärsvägen kl. 13:00 (12 að íslenskum) og verður það að teljast nokkuð gott.
Eníveis, þurftum auðvitað að byrja á því að skreppa i Willy's (our local low-price food-mart) til að fylla á skápana sem höfðu verið étnir upp til agna fyrir fríið.
Það sem hér fer á eftir er innkaupalista húsmóðurinnar, þó vissulega sé hann ykkur til yndisauka og upplýsinga þá er hann aðallega til að benda á sláandi mismunandi verðlag á matvörum á milli landanna.


2 kg kjúklingabringur
1 poki (600 gr) Findus WOK grænmeti, frosið
560 gr. úrbeinuð laxaflök, frosin
600 létt & laggott ólífu
1 kg steiktar kjötbollur (aka swedish meatballs)
1180 gr ungnautahakk (10% fituhlutfall)
500 gr úrbeinað svínainnralæri
1 stk Andrésblað
1.5 l. léttmjólk
1 l. létt AB mjólk
250 gr. núðlur
1 dós kókosmjólk
1 dós Thai green curry sósa
1 l. appelsínusafi
1 l. blandaður ávaxtasafi
1 stk óniðurskorið fjölkornabrauð
1 stk kústskaft
8 dósir jógúrt
580 gr rauðkál
1 peli rjómi
512 gr. 26% brauðostur
150 gr niðursneidd kalkúnabringa (ofan á brauð)
430 gr. ferskar gulrætur
300 gr ferskir sveppir
1 stk agúrka
1 stk zucchini
800 gr perur
1 kg kartöflur í lausu
620 gr græn epli
1 stór rauð paprika
1 askja cocktail tómatar (250 gr)
1 haus brokkolí
3 bananar
1 höfuð icebergsalat
1 sítróna
= 36 hlutir

Nú samtals kostuðu herlegheitin 571 sænska krónu sem miðað við gengi Íslandsbanka þriðjudaginn 10. janúar teljast svo mikið sem 4500,05 íslenskar krónur. MAGNAÐ!
p.s. frábið mér comment um a) smæð íslensks matvörumarkaðar b) landfræðilega legu Íslands c) skort Íslands á aðild að ESB d) ábendingar um að laun séu hærri á Íslandi en í Svíþjóð.
None of this is my point, ég er bara að benda á að það er kannski von að maður verði frústraður yfir verðlaginu á Íslandi - sérstaklega í samanburði við Svíþjóð því Svíar grenja undan matarverðinu hér og telja það hæsta sem gerist innan ESB.


That's all folks - góðar stundir!
Free counter and web stats