fimmtudagur, janúar 12, 2006

Þungu fargi

af mér létt þegar ég léttstíg í morgun trítlaði niður í skóla og skilaði af mér lokaprófinu í kúrsinum Globalization, Conflict & (in)Security. Alltaf jafn dásamleg tilfinning þegar þessu lýkur. Nú tekur meira að segja við viku frí áður en ég þarf að setja mig í stellingar að fara að lesa methodology - oj oj og ullabjakk - ekki nammi það.
Ég ætti:
Að taka upp úr riiiiiiiiiisastóru ferðatöskunni sem liggur ennþá nánast óhreyfð inni á herbergisgólfinu mínu
Ég ætla:
Að hjúfra mig upp í sófa með H&M listann og tjékka hvort það sé eitthvað sem ég mögulega gæti eytt peningum í þar. Nú ef ég sofna - sem er ekki ólíklegt - þá bara bið ég ykkur að hafa lágt :)
góðar stundir
Free counter and web stats