miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Þrældómur

Ég er þræll upplýsingasamfélagsins. Var internetsambandslaus í 4 klukkustundir í morgun og ég var með innilokunarkennd og andarteppu allan tímann. Hugsaði stíft um allt sem væri að gerast í heiminum og ég vissi EKKERT um. Þegar ég komst í netsamband aftur var það til þess eins að ég komst að því að gengi íslensku krónunnar hafði lækkað umtalsvert (í fjarveru minni) og ein sænsk króna kostar mig núna 8,75 ISK. Til að setja þetta í samhengi kostaði Mörtu-lunch mig 474 ISK í dag í stað 448 ISK í síðustu viku. Þetta er hækkun upp á 26 krónur eða sem nemur 5,8%.
Fróðleiksmoli dagsins ha!
Free counter and web stats