fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Minn hugur þráir ... hjartað ákaft saknar

Mig langar í ís. Nánar tiltekið mig langar í bragðaref frá ísbúðinni Faxafeni. Eða nei bíddu! kannski langar mig í ís með heitri súkkulaðisósu. Svíar búa ekki til góðan ís - hann er svo stútfullur af rjóma, meira að segja mér finnst það og kem ég þó af löngu kyni mikilla rjómaæta.
ENNN þar sem ísbúðin er í aðeins of mikilli fjarlægð geri ég mér að góðu þessa gulrót sem ég er að narta í. Hún var hálfniðurdregin þarna inni ísskáp og í sjálfsmorðshugleiðingum hvort sem er.
Þetta minnir mig á atriði
"No thank you, I'm a fruitarian"
"I´m sorry, I'm not familiar with that term, what is a fruitarian?"
"We only eat what has actually fallen from the bush or tree"
"So these carrots ....?"
"Have been murdered, yes!"
Úr hvaða bíómynd er þetta and starring who? og getiði nú lömbin mín. Vegleg* verðlaun í boði!!
*sumsé frí gisting og uppihald á Kämnärsvägen 5:D um páskana 2006
Free counter and web stats