miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Þá stórt er spurt ...

það er með ólíkindum hvað 'Svíanum' dettur í hug að kalla reiðhjól og hikar ekki við að rúlla á um ísilagðar götur Lundarbæjar. Einn snillingurinn var á undan mér á leiðinni heim úr skólanum í dag. Hjólið var "sé a" (ca.) 20 ára gamalt og svo ryðgað að það sást hvergi hvernig það hefur eflaust einhvern tíma í fyndinni verið á litinn. Dekkin voru á að giska 6 cm breið og gatslitin. Á þessu hjólaði drengurinn að-mér-virtist áhyggjulaus í klakanum. Hjálmlaus - nema hvað. Magnað!
Annars er sé ég fram á masssssaskemmtilegt kvöld með vinum mínum Alvesson & Sköldberg þar sem ég mun reyna að 'discuss how my choice of methodology affects my theoretical choices and the extent to which I will be able to make good analysis, and an interesting and relevant interpretation of the research question' Þetta mun að sjálfsögðu þó ekki gerast fyrr en ég hef 'indicated on what metatheoretical grounds I have chosen said methodology'
Ætlar þessari taumlausu gleði aldrei að linna?
Free counter and web stats