Shopolympics 2006
Jæja fyrsti keppnisdagur í Shopolympics 2006 hófst í Center Syd í gær. Eftir ágæta upphitun og teygjur í Köben á föstudaginn var kominn tími á alvöru átök í gær. Báðar vorum við að keppa í 'fátækra-námsmanna-mínus-70-kílógramma-flokki'. Eftir harða keppni tryggði Katrín Rós sér gullið í 'peppari ársins'. Kom inn á mjög góðum millitíma eftir að hafa náð að hvetja mig til kaupa á gallabuxum, bol og belti á innan við 45 mín. Sjálf tók ég brons í 'eyðslu' en gull í 'góðum kaupum' þar sem heildar greitt verð fyrir téðar vörur var undir 600 SEK sem hlýtur að teljast gríðarlega gott fyrir konu komna fast að þrítugu. Ég held við getum þakkað áralöngum æfingum og reynslunni umfram nýgræðingana í greininni þennan góða árangur sem var að nást hérna í dag.
Nú botnlaus neyslan hélt svo áfram í IKEA þar sem fest var kaup á ýmiss konar (ó)þörfum varningi svo sem dyramottu, teflonpotti, uppþvottaburstum, geymsluboxum etc. svo eitthvað sé nefnt. Lokaviðkomustaðurinn var svo Willy's þar sem keyptur var inn hræðilega meinhollur varningur til brúks í morgunkaffiboði dagsins í dag [sunnudags].
Nú botnlaus neyslan hélt svo áfram í IKEA þar sem fest var kaup á ýmiss konar (ó)þörfum varningi svo sem dyramottu, teflonpotti, uppþvottaburstum, geymsluboxum etc. svo eitthvað sé nefnt. Lokaviðkomustaðurinn var svo Willy's þar sem keyptur var inn hræðilega meinhollur varningur til brúks í morgunkaffiboði dagsins í dag [sunnudags].
Að öllu þessu loknu var svo skundað á skátamót á 9-unni þar sem snæddur var dýrindiskvöldverður að hætti Katrínar. Kjúklingabringur með ólífum og sólþurrkuðum tómötum, gúmmelaðikartöflum (uppskrift sem verður stolið ójá!) salat og hvítvín. Toppað með ís, ferskum jarðarberjum og hnausþykkri marssósu.
Þetta var ca. 7000 kaloríu dagur!
<< Home