Harðsperrur og heimska
Ég er með harðsperrur. Í innanlærisvöðvunum (gæti samt verið móðgun við helmassað og köttað fólk að kalla þetta vöðva í mínu tilviki). Uppgötvaði nýtt tæki í gymminu sem gerir mér kleift að lesa meðan ég æfi. (Það sem þessi nýfundna náms-og-hreyfingar-samviska leggur á mig!!)
Sit hérna og grenja yfir Dallas milli þess sem ég les um spillingu í henni Kína. Var agalega stolt af sjálfri mér að hafa dröslast til að koma við á bóksafninu og ljósrita grein sem ég þarf að lesa, komst svo að því þegar heim kom að ég er ekki betri í ljósritun en það að það vantar síðustu 2 - 3 orðin á allar hægri síðurnar (til að spara peninga HEY! og regnskóga hafði ég nebblega minnkað letrið til að tvær síður kæmust á eina). Þetta er til þess að ég neyðist til að giska í eyðurnar því bókasafnið lokar kl. 14 á föstudögum..... DOOOOH!!
Annars var nærri liðið yfir mig þegar ég stóð upp áðan til að ná mér í diet-kók. Mér sýndist augljóst að ég leið fyrir of lágt súkkulaðiinnihald í blóðinu svo ég hljóp út í Kosovo (aka ICA á Delphi) og keypti mér snickers.
Mér líður aðeins betur núna.
<< Home