laugardagur, mars 04, 2006

Kveeeeeb

Ég hata kvef (eða kveeeeeeeb eins og ég get bara borið það fram). Þetta er mest pirrandi ástand sem hægt er að hugsa sér (á svona annars heilbrigðri manneskju sumsé). Þetta kennir manni - dramb er falli næst, rétt búin að sleppa orðinu við hana Gróu um að við höfum bara ekkert orðið veik síðan við komum hingað til Svíaríkis mæðginin. Það var eins og við manninn mælt - morguninn eftir vaknaði ég stútfull af hor og viðbjóði. Líka með verstu tegundina, svona sem leiðir upp í heila og kitlar svo hrikalega að það lekur endalaust úr auganu á mér og ég þarf sífellt að hnerra.
Bara svona til að gera þetta ennþá skemmtilegra hafði ég hugsað mér að kíkja á næturlífið í Lundi í fyrsta sinn í kvöld. En ég læt þetta ekki stöðva mig - ónei - treð mig fulla af einhverjum amerískum-over-the-counter-samt-örugglega-rótsterkur-andskoti-verkjalyfjum og staupa mig svo ofan í það. Skynsamlegt? Kannski ekki. Hef soldið spáð hvað er eiginlega í þessum græna viðbjóði sem kallast NyQuil (en snarslær á einkennin btw). Eitthvað magnað - maður steinrotast af þessu. Eins og Denis Leary sagði svo eftirminnilega um árið "NyQuil! it says on the box may cause drowsiness. What it should say is don't make any fu**ing plans"
Rosalega ætti ég samt að vera heima í kvöld og skrifa um líkurnar á þróun lýðræðis í henni Kína en ég bara neeeeeeee-heeeeeeennnnnnni því ekki og hana nú! (sagði hænan og lagðist á bakið)
Free counter and web stats