mánudagur, mars 06, 2006

Vökunótt

Þá er það official - ég er orðin gömul - ég þoli ekki lengur svona vökunætur. Þetta er kannski ágætt að vita svona í ljósi þess að mig hefur soldið verið að langa í annað barn. Ég ákvað að fá smá meinloku í gærkvöldi yfir því hvernig ég ætti að ljúka verkefni sem ég átti að skila í morgun og þar sem svo skemmtilega vildi til að Óskarsverðlaunaafhendingin var einmitt að byrja í beinni á Kanal 5 þá fannst mér snjallræði að horfa "aðeins" á hana meðan ég kláraði verkefnið. Nú ég náttúrulega sogaðist inn í kjólana og glamúrinn og horfði á hana til enda (in my defense kláraði ég verkefnið á meðan) og fór sumsé að sofa um kl. 06 í morgun. Skapið þegar sonur minn ástkær vakti mig kl. hálfátta var eftir því og ég er eiginlega búin að vera hálfónýt í dag.
Sú var tíð að maður gat sleppt svefni án þess að blása úr nös. Uss uss þetta er agalegt!
AAAAAAAAATSJÚÚÚÚÚ - mjér leiðast kvef! (var ég kannski búin að nefna það?)
Free counter and web stats