fimmtudagur, mars 09, 2006

Mall-ferð

Eftir að hafa dröslast í ræktina fyrir allar aldir og svo á málþing um fjölmiðla og rannsóknarblaðamennsku í Kína fannst mér ég hafa unnið mér inn ferð í mallið með Katrínu. Katrín var reyndar samviskusamari en ég og sótti mig, skutlaði í mallið, tók með mér lunch á Espresso House og fór svo aftur í skólann áður en hún kom að hitta mig kl. 15:00. Haldiði að það sé munur að eiga svona vini :) þvílíkur 'lúchsus' í kuldanum. Reyndar var nettur vorfílingur í manni í dag þar sem mar hjólaði niðrí Gerdahallen kl. 08:45 í glaðasólskini undir heiðskírum himni. Nú bara ER að koma vor. Ég er búin að ákveða það.
Altjént, verslaði smá afmælisgjöf á Hjört Snæ bróðurson minn sem verður tveggja ára í næstu viku. Datt svo inn í TopShop og fann gallapils sem ég er búin að leita að = G L E Ð I ! ! ! ...... þar til ég mátaði það og komst að því að það var tæplega snípsítt. Íhugaði að kaupa það samt, klippa aðeins neðan af því og nota það fyrir belti en ákvað svo að taka ábyrga afstöðu gegn þessum minimalisma í fataefni og sleppti því. (Æi vitiði svo fannst mér líka bara að fyrir 499 SEK ætti ég að amk að fá 3/4 af pilsi, kallið mig níska en þetta er satt.)
Free counter and web stats