föstudagur, mars 03, 2006

Sjálfsstjórn - já eða ekki

Átti í mjög mikilli innri baráttu í barnadeildinni í H&M í dag. Fór til að kaupa afmælisgjöf handa henni Freyju Maríu og átti ekkert smá erfitt með að ákveða mig. Ég fæ nefnilega aldrei tækifæri til að kaupa stelpuföt og mig langaði eiginlega bara soldið að kaupa allt í búðinni (þetta var nú mjög lítil búð). Tók mig svo saman í andlitinu og lét mér nægja að kaupa einn bol. Ekki þó án þess að taka einn rúnt í dömudeildinni og æfa mig í sjálfstjórn. Sjálfið lét að stjórn og ég keypti ekki neitt. Ég er í sjálfskipuðu banni frá bæði H&M OG Ginu um óákveðinn tíma.
---- ---- ---- ----
Nú er fjórum tímum seinna og við Egill komin úr afmælinu þar sem undirrituð át að sjálfsögðu á sig gat (vottaði ekki fyrir sjálfstjórninni þar) og er í þokkabót að fara til Katrínar að horfa á Let's Dance og borða B B Q kjúkling. Held það verði meira svona nart - nei! bíddu ég finn smá hólf vera að opnast hérna alveg upp við þindina...... jahú!
farin annars
p.s. er komið úr tísku að commenta?
Free counter and web stats