sunnudagur, febrúar 26, 2006

Misskilningur

Ég var spurð að því í dag hvort ég væri að fara að gifta mig. Ég hváði og skildi ekki hvaðan fólk gat hafa fengið þá flugu í höfuðið. Nei ég sá að þú varst að fá tilvonandi tengdamóður þína í heimsókn var svarið. Svona verður misskilningur til. Það sem ég hafði sumsé skrifað hérna á bloggið (ef fólk læsi nú meira en annað hvert orð) var að ég ætti von á fyrrverandi-tilvonandi tengdamóður minni í heimsókn. Hún var sumsé einu sinni tilvonandi en er núna fyrrverandi tilvonandi. Kannski fólki finnist þetta ruglingslegt en frasinn er komin frá henni móður minni og mér hefur alltaf fundist hann lýsa sambandi okkar Gróu nokkuð vel. Fannst rétt að skýra þetta betur áður en sú frétt færi sem eldur í sínu um bloggheima (sem og aðra) að hún Sigrún væri bara gengin út (loksins!!) he he he he
---- ---- ---- ---- ---- ---- ----
Annars fór ég til Malmö í dag og rölti þar um og rúntaði. Keypti mér (alveg óvart) obbosslega fín dökkbrún leðurstígvél. Sá á þeim að þau langaði alveg óskaplega á fæturna á mér svo ég ættleiddi þau.
---- ---- ---- ---- ---- ---- ----
Alvara lífsins á morgun þegar ég byrja í aðalvalkúrsinum mínum um hana Kína. Dáldið svona kreisí tími framundan sýnist mér en that's what I'm here for (eða ég held það, eða var það búðirnar?! Æi ég man þetta aldrei)
Free counter and web stats