mánudagur, mars 13, 2006

Vorfuglasöngur

Það er að koma vor. Ég VIL að það komi vor (heyrirðu það Katrín bílrúðuskafari!!). Núna til dæmis sit ég inni og er (ekki) að lesa greinar um frelsi fjölmiðla og heyri þennan líka dýrindisfuglasöng úti. Það að maður heyri fuglasöng er sennilega eitt og sér góðs viti - þeir eru þá amk ekki dauðir úr flensu á meðan. Auk þess skín sólin glatt og hefur gert núna í þrjá heila, samfellda daga. Eina sem drepur (örlítið) stemmninguna er hallæris kuldinn. Hann lætur sig ekki hverfa þrátt fyrir ítrekaðar óskir mínar þar um. Lét mig samt hafa það að labba í skólann í morgun Í PILSI og frostleiðurum (aka nælonsokkabuxum). Ég lifði til að segja frá því svo þetta er allt í áttina.
Annars fór ég í klippingu í dag - hafiði tekið eftir því hvað mar er eitthvað ferskur eftir sollis treatment? and treatment it was! Massaflottur nuddstóll meðan var verið að þvo á manni hárið - naaaa-hæs! I like it, I like it a lot!
Free counter and web stats