þriðjudagur, apríl 11, 2006

Æ æ ... ÚPPS

Rosalega held ég að granni minn í íbúð 301 hafi ekki verið hress með mig í morgun. Ég er nefnilega soldið svona utan við mig stundum (alveg satt) og í morgun var engin undantekning þegar ég dröslaði ca. 20 kg. af óhreinum þvotti niður í þvottahús og skellti í þrjár vélarnar mínar áður en ég fór með Egil á leikskólann. En æ æ þvottatíminn minn var þá á morgun kl. 9. Þetta uppgötvaði ég þegar ég kom niður að taka úr vélunum kl. að verða 10. Þá beið allur þvotturinn minn eftir mér reeeeeennnandi blautur - enda átti sá sem actually átti þvottahúsið fullan rétt á því að fjarlægja hann úr vélunum. Nú manni hefnist - reynið þið að draga það sem voru 20 kg af þurrum þvotti rennandi blautan á eftir ykkur upp 2 stiga. ÚFF aldrei verið fegnari að vera á jarðhæð og það sem næst þvottahúsinu.
p.s. smá 'trít' fyir júróvisjónfíkla - hér má sjá sænska framlagið í ár með hinum mikla júróvisjónreynslubolta þeirra Svía (og æskuidolinu mínu) henni Carolu (var sko að því komin að kaupa mér svona dress en fannst það eiginlega ekki virka án vindvélarinnar sem var of dýr). Mér fannst eiginlega lag nr. 4 með the Poodles best en viðurkenni að finnast sigurlagið alveg ágætt líka (í svona keppni).
Bæði slá allavegna rúmlega við hinu hræðilega framlagi Íslendinga í ár - Heja Sverige ! segi ég nú bara
Free counter and web stats