fimmtudagur, apríl 06, 2006

Systembolaget...

...er hið sænska 'Ríki' og þangað lagði ég leið mína í dag þar sem ég er að fá 6 limafagrar sprundir í mat til mín í kvöld. Nú hef ég hvorki eytt miklum tíma né fé í þessari ágætu búð hingað til (SHOCKING ... I know!) en í þetta sinn keypti ég nákvæmlega 4 x 1/2 l. dósir af Carlsberg .... sennilega besta bjór í heimi og 3 lítra 'belju' af hvítvíni. Þetta er ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir einar að af einhverjum með öllu óskiljanlegum ástæðum eru pokarnir (sem maður þarf að sjálfsögðu að kaupa - tänk på miljön) ca. 1/4 af stærð venjulegs innkaupapoka. Þetta þýðir með öðrum orðum að það kemst sjé a (c.a.) 1 og hálfur bjór í hvern poka.
WHATTA FU** skillurru? Getur þetta nú talist umhverfisvænt? - að þurfa 4 poka til að bera heim kippu af bjór.
Ég er að segja ykkur það - það hefur einhvern tíma í fyrndinni einhver sænskur social pedagok 'with nothing better to do' reiknað út að minni pokastærð dragi úr áfengiskaupum og hence drykkju og þar við situr.
Saga dagsins var í boði Vímuvarnaráðs.
Free counter and web stats