þriðjudagur, apríl 04, 2006

Glataðir gellutaktar

Sú var tíð, þegar ég var (þ)yngri að ég gat þrammað á 8-10 cm hælum heilu dagana án þess að verða þreytt. Þetta er hæfileiki sem ég hef, eftir 8 mánuði á flötustu flatbotnum, greinilega glatað með öllu. Máli mínu til stuðnings sit ég hérna eftir að hafa þrammað um bæinn í svörtu stígvélunum mínum í 3 klukkutíma og íhuga alvarlega að láta 'ampútera' við ökkla. ÁÁÁÁiiiii!
Annars sýndi ég fádæma sjálfsstjórn í dag þegar ég fór í El-giganten (lesist ELKO á íslensku) og fór EKKI í Nova Lund í leiðinni (sem ég þarf þó að labba framhjá á leiðinni í strætó). Líkurnar á því að þetta gerist eru af tryggingastærðfræðingum gefnar upp sem 1:1 000 000 (einn-á-móti-milljón) svo þið eruð að verða vitni að tímamótaviðburði hérna lömbin mín. Til að bæta við undrið þá er ég svo gott sem búin með ritgerðina sem ég þarf að skila í fyrramálið - hvar endar þessi taumlausa gleði?
Free counter and web stats