mánudagur, apríl 03, 2006

Rainy days and Mondays ....

Í dag var meira að segja hvort tveggja. Sérlega gaman þegar maður er ekki búin að drullast til að láta gera við hjólið sitt - vaðandi í þeim misskilningi og sjálfsblekkingu að ég myndi gera það sjálf sko - og er þess vegna labbandi. En núna þegar ég skrifa þetta sé ég reyndar að ég hef ekkert efni á að kvarta, labbaði eiginlega bara í skólann í morgun, fékk svo far í ræktina, tók strætó heim þaðan og fékk far með Billu í og úr íþróttaskólanum. Kviðdómurinn er því beðinn að hafa síðustu athugasemdir pistlahöfundar að engu.
Ligg með öðru á netinu að skoða fullt af alls konar flugförum til m.a. Íslands, Kína, Köben og Madridar. Reiknast það til að þegar allt er talið muni ég eyða tæplega 200 þús í flugfargjöld á næstu vikum. Það er doldið svona mikið þegar maður á enga peninga.
Free counter and web stats