laugardagur, apríl 08, 2006

Matarboð

Montse (Spánn), Ég og Mimmi (Finnland)
Á fimmtudagskvöldið átti ég afar skemmtilegt kvöld með nokkrum stelpum úr bekknum mínum. Bauð þeim í mat hérna á Kjemmann sem heppnaðist bara alveg hreint ofsalega vel. Ég áttaði mig á því að ég hef aldrei áður haft fólk af eins mörgum þjóðernum í einu inni á heimilinu mínu. Við vorum 7 frá jafnmörgum mismunandi löndum. Maturinn var (þó ég segi sjálf frá) mjög góður og félagskapurinn enn betri en highlight kvöldsins var þó án efa þegar Evelyn trúði ekki að ég væri að verða þrítug, hélt að ég væri jafngömul sér eða fædd árið 1981!!
Bless your heart Evelyn - you made my week! : )

F.v. Evelyn (Austurríki), Dee (Írland), Kamila (Pólland) og Li Lian (Malasía)

Free counter and web stats