Gengismál
Jæja sænska krónan er komin í 9,8 og það er því formlega hætt að vera gaman (fjárhagslega) að vera námsmaður í (sænskum) útlöndum. Til dæmis er leigan á íbúðinni minni núna 46.864 en í nóvember (þegar krónan var sem lægst) borgaði ég 34.105 kr. Það munar um 12.700 kall þegar maur á skv. LÍN að vera að lifa á ca. 55.000 kalli á mánuði. Það væri nú í lagi ef maður væri með tekjur í SEK - þá væri lífið ljúft en námslánalífið er ekki eins djúsi.
Annars er allt gott sko. Skánn getur að vísu ekki ákveðið sig hvort það er komið vor eða ekki. Soldið svona pínu pirrandi að geta ekki treyst á að það hangi þurrt - heyra mig tala - eins og Ísland hafi einhvern tíma verið land hins stabíla veðurfars.
Annars nálgast páskarnir eins og óðfluga og ég setti upp smá páskaskraut í tilefni þess í gær. Agalega huggulegt finnst ykkur ekki? Gerist vart sænskara en þetta.
Það er í alvörunni mjög sætt, þessi mynd er ekki 'doing it justice'
<< Home