sunnudagur, apríl 16, 2006

-- Gleðilega Páskahátíð --
Segjanda er allt sínum vin (úr Egilssögu) kom úr páskaegginu mínu í morgun. Það er nú nokkuð til í því ekki satt? Annars át ég bara innan úr egginu sem stendur óhreyft inn í ísskáp og sýndi þar fádæma sjálfsstjórn sem var samt bara engin sjálfsstjórn því mig langaði einfaldlega ekkert í það. Fyndið hvernig þetta læðist aftan að manni svona í blóma lífsins ..... ha!
En ég tók mig nú saman í andlitinu og borðaði yfir mig af ljúffengum svínalundum í gráðostasósu hjá Billu og Sigga - nammi namm og súkkulaðiís með Snickers sósu í eftirmat. Getur ekki klikkað. Kærar þakkir fyrir okkur fjölskyldan á 11 O :)
En það er nú við hæfi að ég ljúki deginum með að skoða stöðu kristninnar í Kína - er þa'kki?
Góðar stundir !
Free counter and web stats