Júróvisjón nördar
Svíar láta ekki að sér hæða þegar það kemur að Júróvisjón, en þeir taka keppnina (sem og forkeppnina hérna 'heima') mjög mjög alvarlega. Siggi nágranni minn spáði því hérna í kvöld að Carola kæmist ekki upp úr 'umspilinu' og það brytust út óeirðir í Svíþjóð í kjölfarið en greyið maðurinn sem ber ábyrgð á því að Svíþjóð er í títt nefndu 'umspili' hefur ekki sést í Svíþjóð síðan í maí í fyrra og þegar síðast fréttist var hann að sækja um pólitískt hæli í Úkraínu ( fyrsta mál sinnar tegundar þar í landi).
En fullyrðingu minni til sönnunar þá var ég í eróbikktíma í morgun þar sem 'Evighet' var að sjálfsögðu spilað og það ekki einu sinni heldur tvisvar og til að bæta um betur ... í röð sko. Enn merkilegra er eiginlega að á 'topp tíu' listanum hérna í Svíþjóð eru 8 lög úr nýliðinni forkeppni.
Dásamlegt!
<< Home