laugardagur, apríl 15, 2006

Fyrsti í sólbaði

Egill Orri og Leó Ernir í Stadsparken

Við Katrín erum sammála um að hann hafi sumsé verið í dag (að vísu bara ef maður var í gallabuxum og hettupeysu í vatteruðu vesti). Eftir afleitt veður í gær þá var yndislegt veður í dag og við fórum með strákana í Stadsparken sem er risastór 'hljómskálagarður' hérna niðri í bæ og þar er aldeilis hægt að 'tjilla' og leyfa strákunum að leika sér á róluvellinum á meðan. Við Katrín tókum bara með okkur teppi og lögðumst í sólina = Naaa-hæs.

Nú svo fyrst við vorum byrjaðar í sumarstemmningunni þá bara bættum við um betur og grilluðum í 9-unni og vorum rétt búin að kveikja í grillinu þegar Siggi, Billa og börn röltu framhjá og þau joinuðu okkur bara og krakkarnir léku sér á meðan. Við vorum heldur vel klædd í dag en ákváðum að í næsta grilli ætluðum við að geta verið aðeins léttklæddari og svo koll af kolli. Stefnum að því að grilla á g-streng í lok maí :) :) :) :)

Siggi sýndi Leó, Sindra og Katrínu listir sínar.... meðan Valdís og Egill Orri skelltu sér í rólurnar

Free counter and web stats