miðvikudagur, maí 17, 2006

Af sjónvarpsglápi, lestri og Evróvisjón

Hér sit ég (og get ekki annað) og er með öðru auganu að horfa á sænsku útgáfuna af Big Brother. Það eina sem ég get sagt um þennan fróma þátt er að stjórnendur hafa sannarlega skrapað botninn á genalauginni til að verða sér úti um keppendurna. Ég hef bara aldrei séð jafnmikið af aflituðu hári og silíkoni samankomið undir einu þaki. Djísús Kræst og allt hans fólk !!
Annars er ég svona almennt kát, er að dru-hukkna í lesefni í þessum kúrsi. What else is new. aðeins 5 litlir kaflar fyrir morgundaginn + auðvitað 4 litla stutta greinastúfa með - svona sem eftirrétt. En þetta heldur áfram að vera skemmtilegt og umræðurnar ótrúlega áhugaverðar svo það er svosem hægt að hafa þetta verra. Tók einmitt 'Tillsammans' á videoleigunni áðan (BRILL mynd, mæli sko 100% með henni ef þið hafið ekki þegar séð hana) - meiningin er að greina hana út frá feminisma fyrir loka"prófið" í kúrsinum.
Á morgun er svo hin margrómaða Evróvisjón söngvakeppni og Svíar taka hana nú heldur betur alvarlega og hátíðlega. Ég spái því að almenningssamgöngur liggi niðri á meðan að á henni stendur. Til stendur að fara til Lyklakróksfrúarinnar sem er búin að skipuleggja smá kvennateiti. Það verður feitt fjör ef ég þekki hana rétt enda annálaður aðdáandi ESC. Sem kristallast kannski í því þegar hún var að þylja upp einhverjar lítt þekktar staðreyndir um keppnina í vetur vatt maðurinn hennar sér að henni og sagði "Bryndís mín, þú VEIST að þú ert nörd er það ekki?"
Free counter and web stats