Slúðurblöðin
Hún Kolla nágranni minn var svo elskuleg að arfleiða mig að slatta af því fróma tímariti Hér&Nú. Þetta er slúðurblað af verstu gerð og eitt af því skemmtilegra sem ég les í þessu blaði er um Hér&Nú stúlkunu sem jafnan prýðir eina af síðustu síðum hvers eintaks. Þetta eru jafnan miklar mannvitsbrekkur sem bjóða sig fram í þetta og ein slík er einmitt hún Magnea Jónína Ólafsdóttir, 17 ára Reykjavíkurmær. En hún ætlar í sumar að vinna í Foldaskála í Grafarvogi og njóta lífsins. Áhugamál Magneu eru "strákar & djammið.... og auðvitað að kaupa föt í 17". Já lesendur góðir þetta er orðrétt tekið upp úr blaðinu og þetta er kynslóðin sem erfa mun landið. Það held ég nú. Her mother must be so proud!
Annars er ég með ótrúlega skemmtilega brunabletti á bakinu eftir að hafa legið ca. 3 tíma í sólbaði á maganum í gær. Blettirnir eru aðallega skemmtilegir fyrir þær sakir að þeir eru í svona slettuformi, nefnilega þar sem ég höndin náði ekki til að bera á sig sólarvörnina. Já já maður er náttúrulega fífl.
Drullaðist í ræktina í morgun og hljóp og lyfti heilum helling. Katrín kom samt með íslenskt nammi handa mér af klakanum þannig að þetta jafnast allt út. HjÚkK! Ég hefði getað grennst skillurru!
<< Home