miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Heim í heiðardalinn

Jæja þá er maðu sestur hérna út í Leifsstöð og ferðalagið "heim" að bresta á. Mér hefur, sérstaklega eftir mikil ferðalög í síðasta starfi, eiginlega lengi verið í nöp við flugvelli. Eins og ég las einhvers staðar, "airports are the place you hurry to to wait". Nokkuð til í því. En í dag ét ég þetta ofan í mig. Hér er þvílík dýrðarinnar ró og næði að ég gæti sem best hugsað mér að vera hérna dágóða stund, ekki spillir þráðlausa netið fyrir (skamm skamm Leifsstöð hins vegar fyrir að drullast ekki til að setja upp net"sjálfsala" svona fyrir þau skipti sem maður er ekki með tölvuna með sér)
En sumsé því fór auðvitað fjarri að ég næði að hringja í eða heilsa upp á alla þá sem ég a) lofaði og b) hefði viljað en það verður bara að hafa það. Maður getur ekki verið alls staðar og ég fullvissa þá lesendur sem ég náði ekki að hitta um það að það var EKKI vegna áhugaleysis heldur frekar vinnusýki og tímaskorts.

Bis später,
liebe
Sigrún
Free counter and web stats