Frétta og bloggbann
Ég setti sjálfa mig í frétta og bloggbann um helgina. Þetta fólst í því að frá því ég fór úr vinnunni á föstudagseftirmiðdag og þar til í morgun las ég ekki blöð, horfði ekki á fréttir né las neina vefmiðla eða blogg misvitra og misvel upplýstra einstaklinga.
Ég er nefnilega orðin svo ofsalega þreytt á fólki sem talar eins og Ísland sé gjaldþrota og/eða eigi sér enga framtíð. Lengi má böl bæta með því að benda á eitthvað annað segi ég nú bara. Eins og hlutirnir séu í svo mikilli syngjandi fokking lukku annars staðar.
Honestly!!
<< Home