þriðjudagur, maí 24, 2005

Júróvisjón og fleira

Jæja hið árlega júróvisjón er um garð gengið og babbaraaa (drumroll please) Ísland lenti neðar en spekúlantar og veðbankar höfðu sagt til um..... what a f****** surprise people! Sorry en mér fannst flutningurinn á þessu lagi bara ekki vera að skila neinu. Það má að vísu segja um fjöldamörg önnur lög í þessari keppni en samt. Merkilegt hvað við getum samt alltaf látið þetta koma okkur jafnmikið á óvart. Þetta er eins og þegar fyrsti snjórinn kemur á haustin, alltaf allir í jafn æðislega miklu sjokki að það skuli koma snjór á þessu landi og álagið á blessuð dekkjaverkstæðin eykst um svona 1000%. En hvar var ég? Já, Júróvisjón einmitt. Nú er ég ekki að segja að ég sogist ekki inn í umræðuna eins og aðrir, tókum langa umræðu um þetta uppi á kaffistofu í dag t.d. Engu að síður, svona fyrir utan það hvað þetta skiptir litlu máli in the big scheme of things þá er soldið fyndið hvað við virðumst alltaf geta búist við miklu og einu áhyggjurnar virðast alltaf fara að snúast um það hvort Egilshöllin sé nógu "fín" fyrir svona atburð á heimsmælikvarða. Kannski að við ættum bara að fara að taka Bretann á þetta, leggja bara nógu mikið fjárhagslega fram í keppnina og þurfa aldrei að hafa áhyggjur af þessari hallæris undankeppni. Er það ekki bara svarið? Nú eða taka bara upp gamla góða mottóið úr unglingavinnunni frá því að í gamla daga, það skiptir ekki máli að vinna heldur vera með.
Að öðru leyti er allt þetta fína að frétta, H57 er að taka á sig lokamynd. Eldhúsið allt að komast í horf og öll húsgögn komin á sinn stað. OOOOOOh hvað ég get ekki beðið eftir að komast í langþráð sumarfrí og geta verið fulltime Reykvíkingur, kominn bloddí tími til if you ask me. Þetta er komið nóg af sveitasælunni í bili. Þeink jú verí næs.
p.s. er búin að vera fullslök við sjálfa mig í mataræðinu, en nú verður breyting á ójá. Nú verður það ræktin alla daga og hollur og góður matur með. Markmiðið er -4 kg fyrir USA í byrjun júlí. Rétt upp hendi sem trúa því að mér takist það.
p.p.s. með tilvísun í setninguna að ofan er rétt að árétta að ég ætla ekki að verða -4 kg heldur missa /fara niður um fjögur kílógrömm.
p.p.p.s. Inga Solla var kjörin formaður Samfylkingarinnar með yfirburðum, þessi flokkur á sér kannski von eftir allt? Það verður altjént spennandi að fylgjast með 'verðandi forsætisráðherra lýðveldisins' á komandi mánuðum.
Free counter and web stats