IKEA - vinur fátæka námsmannsins
Einhvern veginn hélt ég að ég myndi sakna bílsins míns meira en raun ber vitni hérna í Svíþjóð en sannleikurinn er sá að ég sakna hans bara ekki neitt. Finn það best núna þegar ég er búin að hafa bílaleigubíl foreldra minna til umráða í 2 daga. Það er eiginlega bara vesen að þurfa að finna stæði og svoleiðis. Svo áttaði ég mig skyndilega á því að ég þekkti eiginlega bara Lund á hjóli, rataði allt í einu ekki rassgat á bíl.
En hvað um það, ég sumsé notaði tækifærið og fékk hana Völu og litlu Ísabellu dóttur hennar með mér í IKEA sem er næst mér í Malmö. Úff það var slatti sem straujaðist á kortið þar, eins og venjulega en við konur erum náttúrulega þeim undraverða hæfileika gæddar að vera ekki endilega að eyða þegar við erum að versla, oftar en ekki erum við að spara stórfé, eins og t.d. i dag þegar við Vala keyptum okkur kommóður (já í fleirtölu) á því gjafaverði 199,- SEK og SPÖRUÐUM þar með 200,- SEK á mann. Vala sparaði meira að segja 400,- SEK því hún keypti tvær. Fyrir þessar tvö hundruð krónur gat ég svo keypt fullt af öðru dóti sem hefði annars verið aukreitis kostnaður. Er þetta ekki frábært?
Annars skil ég næstum því ekki fólk fór að án IKEA, þessi búð er náttúrulega sænskt hugvit upp á sitt allrabesta. Það er (eiginlega) allt til þarna og verðið er oftar en ekki hlægilegt. Ok ég viðurkenni að íbúðin minni svipar kannski dálítið til bls. 137 í nýja IKEA bæklingnum en hey! when in Rome...
Fór í fyrsta umræðutímann í skólanum í dag, soldið áhugavert en soldil endurtekning fyrir okkur sem erum með viðskiptalegan bakgrunn. Vona að það fari að færast líf í þetta núna þegar hópurinn fer að hristast betur saman. Læt heyra í mér varðandi það. En sumsé við erum 20 í umræðuhópnum sem minnir um margt á fyrirkomulagið á Bifröst. Það er að segja það eru fyrirlestrar 2svar í viku og svo einn (tvöfaldur) umræðutími eftir fyrirlestrana þar sem flutt eru verkefni og svo rætt um viðfangsefni vikunnar. Þetta lofar góðu, mjög spennandi efni fyrir litla hagfræðinginn í mér sem afplánaði starfsmannastjórnun, vinnusálfræði og markaðsmál á Bifröst.
<< Home