föstudagur, janúar 13, 2006

Skókaup

Ég ákvað að mjólka þá tilfinningu að allt sé svo haaaaaaaaaaaagkvæmt hérna í Svíaríki (svona áður en fátæka-námsmanna-syndromið kickar inn aftur og mér fer að finnast allar flíkur sem kosta yfir 249 SEK (uþb 2000 ISK) DÝRAR!) Ég sumsé fór í bæinn í dag og keypti mér ljósbrún rússkinnstígvél á svokölluðum tombóluprís (þó þau væru ekki á útsölu) Svo langar mig líka í stutt gallapils en þau liggja nú ekki á glámbekk hérna greinilega. Ekki nein flott amk. Kannski mar fái sollis í Köben!
Annars finnst mér við hæfi að óska henni Birnu til hamingju með afmælið. Það er 'götsí' að verða ekki bara fyrst í Saumó til að fylla tugina þrjá heldur að gera það í þokkabót á FÖSTUDEGINUM 13 !!! Bibba þú ert hetja, vona að dagurinn hafi verið æði og kvöldið verði enn betra.
Free counter and web stats