föstudagur, febrúar 24, 2006

Grannarnir

Í íbúðinni við hliðina á mér búa tveir strákar. Hvort þeir eru par eða ekki er mér ekki ljóst en hvað sem því líður eiga þeir amk einn kött. Hann er feitur og svartur og liggur gjarnan fyrir utan dyrnar og fylgist með því sem gerist í hverfinu. Nema hvað í gær þegar ég var að koma heim þá vildi þannig til að annar nágranni minn var að labba inn í sömu andrá. Kötturinn var fyrir utan eins og venjulega og rétt í þann mund sem ég loka á eftir mér hurðinni heyri ég strákinn vera að tala við köttinn. Juuuu minn ég fór nú bara hjá mér. Ég hef átt elskhuga sem ég hef talað við af minni ástúð en þessi gaur talaði við köttinn. Mér hafa alltaf fundist kattareigendur "by definition" aðeins undarlegri en annað fólk en þetta tók nú alveg steininn úr......
---- ---- ---- ---- ---- ----
Míns er búin að vera ofsalega dugleg að klára að þrífa íbúðina í dag. Undirbúa komu elskulegrar (fyrrverandi-tilvonandi tengdamóður minnar hennar) Halldóru Gróu. Hún kemur með síðdegisvélinni í dag og Egill Orri er að vonum roooooosalega spenntur. Grunar jafnvel að hún færi okkur eitthvað góðgæti að heiman. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem hún kemur færandi hendi þessi elska.
Við þrifin fékk ég staðfestingu á því sem mig hefur lengi grunað, ég er hreint ótrúlega rafmagnaður persónuleiki, amk er rykframleiðslan í þessari íbúð laaaaaaaaaaaaa-haaaangt frá því að vera eðlileg.
Gleði gleði gleði - gleði líf mitt er.
Free counter and web stats