Dugnaðarforkurinn ég
Er búin að sitja og lesa og skrifa um frelsi fjölmiðla (eða skort á því öllu heldur) síðan kl. 9 í morgun. Án teljandi pása. Rosalegt þegar maður lendir í því að finnast námsefnið svona áhugavert.... og ég svona ung manneskjan!! Er'etta nú bara hægt? "Nej men det går inte" eins og sænskurinn elllllllskar að segja ef maður spyr að einhverju
Meira að segja er ég búin að standast allar freistingar til að ráðast á skápana hjá mér og kjammsa á einhverju óhollu (það er að vísu voðalega lítið til í þeim en það er önnur saga). Þetta þýðir samt auðvitað að ég mun bjóða upp á öööööörlítið sælgæti með Despó í kvöld (sorry Katrín, niðurskornar agúrkur og radísur næst!). Svona til að blekkja sjálfan mig og vigtina ætla ég því að dröslast í ræktina núna og hamast á innanlæris-og rassbananum (nei ekki banani heldur bani - þarna dónafólk!) í svona eins og klukkutíma. Kannski að mar smelli nokkrum bekkpressum svona meðan mar er'ahnna!
<< Home