Vond þjónusta
það er til margs konar skilgreining á vondri þjónustu (eða betur færi að segja lélegri þjónustu) og ólíkar eflaust. En það er mjög líklega óhætt að segja að það að hella bjór niður hálsmálið á matargestinum sem maður er að þjóna til borðs falli undar hvaða skilgreiningu sem fólk kýs að nota. Þetta gerði ég einmitt í gær, bara svona að gamni, hann tók þessu nú svosem merkilega vel. Hló bara og fékk lánaða tusku - hjúkk heppin ég. Eða kannski ekki heppin, meira svona lán í óláni eins og mútta myndi segja.
<< Home